Nýja testamentið í skólana

Nýja testamentið í skólana

Núverandi meirihluti hefur komið í veg fyrir að Nýja testamentið sé afhent á skólatíma. leyfa að því sé dreift á skólatíma

Points

Ef fólk vill að börnin þeirra fái Nýja testamentið þá getur það örugglega bara hringt í Gídeon til að redda því.

Við búum í samfélagi sem byggir á kristinni siðfræði og dreifing nýja testamentsins í skólum hefur viðhafst í áraraðir. Ef einhverjir vilja ekki vera með þá er það þeirra að afþakka fyrir sig, þurfa ekki að ákveða fyrir okkur hin.

Okkar menning er byggð á kristnum gildum.Nýja Testamentið leggur út frá umburðarlyndi trú von og kæleika og fyrigefningu.Ég á mína bók síðan1956 frá Gideonfélaginu.Held einmitt að sé þörf fyrir börn og unglinga í dag að fá að kynnast því sem bókin boðar þar sem kvíði og þunglyndi virðist herja á í auknum mæli.Bók sem er tímalaus og fellur aldrei úr gildi.Jesús er besti vinur barnanna.

Nýja testamentið fjallar um ævi merkilegasta manns, sem uppi hefur verið. Hann var sendur hingað vegna efasemda mannsins um tilvist Guðs. Það er eiginlega skyldulesning að lesa um hann að hvaða niðurstöðu maður svo kemst að lokum. Það hefur engin tapað á því að fylgja honum. Hann heitir Jesú Kristur og saga hans er ung í mankynssögulega samhengi. Hann var uppi, eiginlega rétt handan við hornið.

Nýja testamentið er ekki fræðsluefni. Þeir sem vilja koma því í hendurnar á börnum er frjálst að senda börnunum pakka með póstinum eða bjóða krökkunum í kirkju.

Við eigum að halda í okkar gömlu siði, það hefur ekki skaðað neinn að fá testamentið í hendurnar og svo er hverjum í vald sett hvort hann vill lesa það eða ekki. Það að gefa Nýja testamentið í skólum þarf ekki að hindra það að fræðast um aðra trúarsiði.

Ef foreldrum er umhugað að þröngva sinni heimssýn upp á börn sín get ég bent þeim á messur og barnastarf kirkjunnar. Opinberar menntastofnanir í landi þar sem er skólaskylda (og því engin undankomuleið) eru ekki vetvangur fyrir trúarkreddur. Foreldrarnir geta haft sig eftir þessu sjálfir, nema auðvitað að leti og áhugaleysi hamli því. Einnig eru þeir sem telja sig kristna komnir undir 50% þjóðarinnar þannig að meirihlutarökin halda ekki einusinni. Velkomin til 2017.

Frábær bók sem er yfirfull af visku og kærleika. En allir hafa rétt til að afþakka. Ég er þakklát að hafa fengið nýja testamentið á tímum mínum í grunnskóla. Ég nýtti mér það á erfiðum tímum sem barn. Við erum í grunnin kristin þjóð

❤️

Bækur Nýjatestamentisins eru jafn mikill hluti af þjóðararfinum eins og íslendingasögurnar. Hvoru tveggja ber að halda að skólabörnum.

Trúarbrögð eiga ekki heima í hinu opinbera. Þeir sem vilja fræðast um kristna, eða aðra, trú hafa greiðan aðgang að öllum upplýsingum í gegnum kirkjur eða aðrar trúarlegar samkundur.

Trú á að vera valkvæm einstaklingum, en ekki troðið uppá börn

Hvaða leti er þetta? Kíkið í kaffi hjá Gídeon félaginu og náið ykkur í bara í eintak fyrst það er svona mikilvægt að börnin ykkar eignist þessa skruddu.

Öll trúarbrögð ættu að vera kynnt í grunnskólunum

Ein tiltekin trúarbrögð eiga ekki að vera hluti af skuldbundinni menntun.

Að mínu mati er þetta peningasóun. Ekki margir krakkar sem munu lesa bókina. Frekar að dreifa bókum sem vekja áhuga krakkanna og hvetja þau til að lesa bækur.

búinn að því

Efla trúarlíf meðal þjóðarinnar og gefa grunn til að byggja líf sitt á. Ef því er dreift á skólatíma, þá hafa flestir eða allir tækifæri á því að fá Nýja-Textamentið. Undirstaða vestrænnar menningar er kristin trú

Uppbyggileg lesning

Nýja Testamentiđ er hollt öllum og trúi ekki ađ neinum hafi orđiđ meint af ađ lesa þađ.

More points (140)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information