Hugleiða í upphafi hvers skóladags eða tvisvar á dag

Hugleiða í upphafi hvers skóladags eða tvisvar á dag

5 mínútur á hverjum degi í hugleiðslu sem leidd er af kennaranum. Sniðugt í upphafi og lok dags!

Points

I skólum þar sem þetta hefur verið innleitt þa hefur dregið úr eirðarleysi meðal barna og hegðunarvanda. Þekkt er að ef hugleiðsla er ástunduð þa dregur það úr kvíða og i nútímasamfélagi er ástæða til að innleiða meðal barna leiðir til að takast a við kvíða aður en hann verður til vandræða.

Ég hef séð hvernig áhrif það hefur á börn og skólastarf þar sem hugleiðsla í nokkrar mínútur á dag hefur þvílík áhrif á börnin, kennarana og allt starfið. Að brjóta upp kennsluna kannski á miðjum degi þegar búið er að vera mikið áreiti og bara núllstilla börn og kennara, gott fyrir alla

Hugleiðsla hefur mjög eflandi áhrif og getur dregið úr kvíða, aukið sjálfstraust og innri kyrrð. Börn í dag búa við mikið áreiti. Þau sem læra að hugleiða fá tæki í hendurnar sem þau geta nýtt nú og seinna á ævinni til að standast álag. Hugleiðsla er ekki trúarlegs eðlis. Hún er leið til að hreinsa hugann og efla samband okkar við hann svo við getum betur valið viðbrögð okkar í daglegu lífi. Hugleiðsla með börnum getur verið mjög nærandi og skemmtileg stund og mikilvægt að gera hana að leik.

Sjá hér hvað rannsóknir segja: https://tmhome.com/benefits/10-benefits-of-meditation-for-students/

Segi kanski ekki í upphafi hvers skóladags en mér finnst mikivægt að kynna hugleiðslu fyrir börnum. En ef við förum að gera þetta að skyldu gætu börnin farið að móta mótþróa gagnvart hugleiðslu. Frekar að kynna þetta fyrir þeim og þeir sem hafa áhuga geti fengið val um að gera þetta.

Hugmynd mín hefur ekkert með trúarbrögð/trúariðkun að gera og börnin geta setið, staðið eða legið eftir því sem hentar ;O) Ég reyni að skipta um mynd (Fjalar Freyr Einarsson).

Sammála

Þarna getur kennarinn komið með nýjar hugmyndir á hverjum degi á því hvernig nemendur geta hvatt sjálfa sig í upphafi dags og sett fram markmið að góðum degi og hvernig nemandinn heldur inn í skóladaginn á jákvæðan hátt. Þarna fá nemendur tækifæri til þess að núllstilla sig og hvetja sig áfram með jákvæðu innleggi kennara sem biður svo nemendur að nota síðustu mínútur í jákvæð markmið og að lokum þakka nemendur sjálfum sér fyrir að gefa sér þennan tíma til jákvæðrar styrkingar í upphafi dags.

Að kenna börnum hugleiðslu og jákvæða hugsun gagnvart sjálfum sér og öðrum er mikilvægt skref til þess að gera börnin okkar að hæfari fólki til að takast á við lífið, sjálft sig og annað fólk á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.

Hugleiðsla er ein tegund bænagjörðar. Í kristinni trú eru hendur oftast spenntar og sumir krjúpa á kné. Á myndinni sem fylgir atkvæðagreiðslunni er jógastelling sem er hluti af tilbeiðsluaðferð hindúa. Trúarfræðsla er og á að vera hluti af kennsluefni grunnskólans en trúariðkun ekki. Ég kýs því gegn tillögunni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information