Æfa hversdagsstörf

Æfa hversdagsstörf

Börnin verði fær í heimilisstörfum. Þau þjóna hvert öðru í matartímum, undirbúa skólamáltíðir í hádegi, handleika hráefni, ræða um hollustu, skammta sér alltaf sjálf á disk, vaska upp með öðrum, þurrka af borðum, sópa gólf. Allt þetta getur verið gaman þegar maður finnur að maður kann. Þetta er mun stærra verk en heimilisfræði einu sinni í viku. Þau læra að verða sjálfbjarga.

Points

Þetta er goð leið til að kenna börnum að eiga notalega stund við matarborðið, þar sem öll börn búa ekki við slíkt. Þau geta þa kynnst að meðhöndla mat, bera hann fram og borða hann. Einnig að ganga frá eftir sig og taka þátt i skipulagningu.

Mjög gott að öll börn fái að taka þá í framleiðslu og frágangi við mat, mér finnst líka það ætti að banna farsíma á matmálstíma í skóla þetta á að vera vetfangur samræðna og samskipta ásamt hollri næringu, sem sé næring fyrir líkama og sál

Að ráða við að uppfylla eigin þarfir eflir alla

Kenna börnum að allir eigi að leggja sitt af mörkum í samfélaginu. Þau læra að vera sjálfstæð, setja t.d.saman hollt nesti eða einfalda máltíð, hvernig á að halda m.a. heimili. Þau læra gott verklag við heimilisstörfin, læra að ganga um og meta þessi störf.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information