Gagnalæsi

Gagnalæsi

Með auknu aðgengi að gögnum opnast tækifæri fyrir almenning að skilja betur samfélagið, umhverfi og aðstæður. Þessi gríðarstóra auðlind er samt ekki á færi allra því það krefst ákveðinnar færni til að skilja gögn. Við þurfum að þjálfa þetta gagnalæsi í skólum og undirbúa nemendur þannig að þau hafi möguleika á að skilja betur það sem hefur áhrif á líf þeirra í framtíðinni.

Points

Eitt af markmiðum Upplýsingastefnu Reykjavíkurborgar 2015-2020 er að opna gögn borgarinnar svo hægt sé að vinna úr þeim, setja þau fram með nýjum hætti og auka verðmæti. Menntastefnan getur tekið á gagnalæsinu sem þarf til þess að ná fram þessu markmiði í upplýsingastefnunni. Upplýsingastefna Reykjavíkurborgar: http://reykjavik.is/upplysingastefna-reykjavikurborgar-2015-2020

Líklegt er að í framtíðinni verði gagnalæsi enn mikilvægara en það er í dag. Sífellt meira af upplýsingum sem skipta okkur máli munu verða aðgengilegar og þeir sem kunna að vinna úr þeim munu hafa forskot. Vonandi verður Ísland framarlega í þeim efnum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information