Verknám

Verknám

Efla þarf verknám aftur í grunnskólum og kynna fyrir nemendum alls konar iðnnám. Þeir nemendur sem sýna hæfileika á því sviði eiga að fá að efla þá þekkingu og hæfni. Þá verður auðveldara að tvinna inn í það nám alls kyns hagnýta þekkingu á hefðbundnu bóknámi og styrkja einstaklinginn á báðum sviðum. Mikið hefur verið rætt og ritað um að efla þurfi verknám og gera það jafnaðlaðandi og bóknámið. Nú er kominn tími til að láta verkin tala.

Points

Með þessu minnkum við minnimáttarkennd, eflum sjálfsvitund og sjálfstraust. Það eru ótrúlega margir krakkar sem þjást af minnimáttarkennd vegna of mikillar áherslu á bóknám. Oftar en ekki blómstra þessir einstaklingar þegar þeir þurfa að láta reyna á verksvitið og þá kemur allt annað með ef kennarinn hefur þau tæki og tól sem þarf til að tvinna saman bóknám og verknám. Að geta sýnt hvernig hægt er að hagnýta það sem lært er af bókinni, jafnvel án þess að bókin sé nálægt.

Allir hafa styrkleika einhverstaðar og mjög oft eru þeir sem njóta sín ekki í bóklegum greinum mjög góðir í verklegum þáttum og því er mikilvægt að horfa til verknáms jafnhliða bóknámi í kennslu.

Dewey vissi hvað hann söng - "learning by doing" á við á öllum sviðum (hver verður flugmaður með því að lesa bara bækur?). Besta námið á sér stað þegar hefðbundið bóknám er samþættað við verknám því þannig næst dýpri skilningur. Hægt og hægt ykist líka virðing fyrir verknámi þegar nemendur fyndu að það væri orðinn hluti af reglulegu samþættu skólastarfi og þannig fækkar vonandi þeim sem álíta verknám bara fyrir þá sem standa sig illa í bóknámi.

Við erum öll eins ólík og við erum mörg. Seinustu ár hefur alltof mikil áhersla verið lögð á bóknám og verkþekking verið á undanhaldi.

Mikilvægt að þjálfa saman huga og hönd, hjálpar bæði í verk- og bóknámi.

Mikilvægt að veita öllum tækifæri til að efla sig í verklegum greinum. Ekki bara handavinnu og smíði. Mörg börn eru ekki mjög áhugasöm um bóklegar greinar og því væri verknám frábær leið fyrir þau til þess að mennta sig. Þetta skilar fleiri einstaklingum í verklegar greinar í fjölbrautaskólum og út í samfélagið.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information