Hreyfing á hverjum degi í upphafi dags

Hreyfing á hverjum degi í upphafi dags

Bjóða nemendum og starfsfólki skóla upp á hreyfingu við hæfi hvers og eins í upphafi skóladags.

Points

Heilar þurfa hreyfingu! Átak þarf til að uppfræða almenna kennara þannig að þeir séu betur í stakk búnir til þess að brjóta upp daginn með reglulegri hreyfingu hvort sem það er í upphafi dags, eins og hér er mælt með sem og inni í skóladeginum. Benda má sérstaklega á að nú þegar hefur innleiðing á slíkum verkefnum verið reynd með góðum árangri. Sbr. https://tinyurl.com/hreyfasig Vísa sömuleiðis í stuttan pistil um efnið: https://tinyurl.com/heilaroghreyfing

Það er nauðsynlegt að gera hreyfingu að eins sjálfsögðum og jákvæðum hlut og hugsast getur. Hreyfing hefur jákvæð áhrif á virkni heilans og dregur úr kvíða. Það þarf meiri fjölbreytni en skólaíþróttir eru í dag og hafa hana mikið meira einstaklingsmiðaða en hún er. Sé fyrir mér mikið samstarf við íþróttafélögin í hverfunum í þessum efnum. Þarf að vera á hverjum degi 30-40 mínútur og það þyrfti að koma því þannig við að þetta sé gert í upphafi skóladags.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information