Koma skapandi hugsun inn í öll fög

Koma skapandi hugsun inn í öll fög

Innan allra námsgreina er pláss fyrir skapandi hugsun en oft vantar kennara aðstoð til að sjá góðar leiðir til að koma sköpun inní verkefni og vinnu nemenda. Það má alltaf finna flöt þar sem nemandinn getur notað ímyndunarafl sitt til að vinna verkefni eða hluta þess og þannig má þjálfa sundurleita hugsun. Góð leið er að þjálfa aðila til að ræða við kennara einslega eða í litlum hópum um það hvernig verkefni eru unnin í skólanum og hvernig megi auka þátt sköpunar í verkefnunum.

Points

Undir miklu álagi er auðvelt að festast í gömlum sporum og þá getur verið gott að eiga samtal við einhvern sem er sérþjálfaður í því að sjá leiðir til skapandi hugsunar jafnvel í fögum sem hingað til hafa ekki verið álitin skapandi. Slíkur aðili gæti farið á milli grunnskóla og átt samtal við kennara annaðhvort einslega eða í litlum hópum, séð hvernig verkefni er verið að vinna og skoðað hvernig megi auka þátt skapandi hugsunar í vinnunni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information