Námskeið í gagnrýnni hugsun

Námskeið í gagnrýnni hugsun

Þó það eigi vissulega alltaf að vera markmið menntakerfisins að skila fólki getunni til að meðtaka og meta upplýsingar, þá vill það oft bíða þar til ansi seint á námsferlinum að temja nemendum gagnrýna yfirferð og minna þau á mikilvægi þess að kanna hvaðan upplýsingar komi, hver rökin séu og hvort sá sem flytur þau hafi hagsmuni af. Í heimi þar sem útsmognar auglýsingar og áróður eru daglegt brauð er það sífellt mikilvægara að læra þetta snemma.

Points

Mjög mikilvægt og mikilvægt að það sé ekki bara eitt námskeið. Þjálfun í gagnrýnni hugsun ætti að vera rifjuð upp mjög reglulega yfir skólagönguna og vera tól sem tvinnað er inn í og gripið til við kennslu á öllu námsefni.

Eitt það allra mikilvægasta sem nokkur einstaklingur getur lært. Fólk yfir höfuð og sérstaklega ungt fólk og börn taka því alltof oft sem gefnu að það sem skrifað er á blað, til dæmis í kennslubók, sé augljóslega satt þar sem sá sem efnið skrifar hljóti að vita hvað hann er að tala um. Skólar eiga að kenna börnum að efast og gagnrýna, meira að segja það námsefni sem þeim er kennt í gegnum alla þeirra skólagöngu.

Hæfileikinn til að meta réttmæti upplýsinga er gríðarlega mikilvægur á upplýsingaöld. Framboð þekkingar og gagna hefur aldrei verið meira í mannkynssögunni og fer ört vaxandi. Því fyrr sem börn tileinka sér gagnrýna hugsun, því meira forskot munu þau hafa í heimi sem er gegnsýrður af þekkingu, áróðri og upplýsingum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information