Skapandi hugsun í öllu skólastarfi

Skapandi hugsun í öllu skólastarfi

Skapandi hugsun er viðhorf. Það nægir ekki að bjóða uppá stök skapandi verkefni. Menntun barna byggir á því andrými sem skólasamfélagið býður uppá. Það felur m.a. í sér hvernig kennarinn talar til barna – hvernig hann leiðbeinir þeim, spyr, svarar spurningum þeirra, en ekki síst hvort hann hlustar á börnin. Skapandi hugsun er ekki verkefnaskipt. Skólasamfélagið sem heild þarf að vera skapandi. Samskipti, samvinna og samvera á vinnustað er kjarninn í hverju skólasamfélagi.

Points

Hef starfað sem kennari allt mitt líf og samhliða því innan lista og hönnunar. Það er ógerlegt að skrifa markræk rök í fáum orðum. Það er fyrst og fremst viðhorfið og skilningurinn gagnvart sköðunarþættinum sem þarf að vinna með. Hvað merkir það að vera skapandi? Of margir halda að það nægi að búa til afmörkuð stýrð verkefni sem hafa oft lítið með skapandi hugsun að gera.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information